
Melamín og spónaplötur frá Innovus
8. janúar, 2025
Aldrei verið eins raunverulegt
23. júní, 2025Arpa Industriale hefur fært hönnuðum ný tækifæri með Colour Matching Core HPL-plötum sínum. Í þessum plötum er bæði yfirborð og kjarni í sama lit. Útkoman er hreint og samfellt útlit húsgagna, borðplatna og veggklæðninga.
Við bjóðum fjölbreytt úrval lita í 12 mm þykkt sem við eigum til á lager og sérpöntum 2, 4, 6, 8 og 10 mm þykktir. Efnið er með samlitum kjarna, í stórum plötustærðum – 4200 × 1300 mm. Slíkar plötur spara bæði tíma og efni í framleiðslu samhliða því að hámarka hönnunarfrelsi.
Colour Matching Core línan nær yfir 27 mismunandi kjarnaliti og fjölbreytta áferð, sem opnar möguleika á að para saman lit, kjarna og áferð á nýjan hátt og skapa sérstöðu í hvert skipti.



Plöturnar eru framleiddar á Ítalíu og njóta sömu kosta og hefðbundið HPL: mikill slit- og höggstyrkur, raka- og auðhreinsanleiki. Þær henta jafnt fyrir heimili, verslanir og opinber rými þar sem ending og útlit skiptir máli. Hafðu samband við söluteymi okkar til að fá sýnishorn eða frekari upplýsingar – við erum tilbúin að aðstoða þig við næsta verkefni!
You must be logged in to post a comment.