AvanTech skúffukerfi

AvanTech YOU skúffukerfið státar af einstakri hönnun og sveigjanleikja frá innri til ytri hönnunar sem gefur fullkomna útkomu á skúffum.

Markmið AvanTech YOU er að uppfylla þarfir um fallega hönnun, meira rými og þægindi.

AvanTech YOU skúffur eru einstakar með beinar og þunnar hliðar, aðeins 13 mm, sem stuðlar að betri nýtingu og meira plássi í hverri skúffu.

Hugmynd verður að veruleika með fjölmörgum valkostum AvanTech YOU, í stíl og hönnun varðandi liti, form og efni.

Hvort heldur er til notkunar í eldhúsi, á baðherbergi eða stofu. Fjölbreytileiki AvanTech YOU gerir þér kleift að hanna innréttingar eftir þínum persónulega smekk á mismunandi hátt.

VERÐLAUN

AvanTech YOU skúffukerfið frá Hettich hefur hlotið hönnunar viðurkenningu „Good Design Award 2021“, Interzum verðlaunin og „Vara ársins 2022“ í þýskalandi.

Hettich framleiðandi AvanTech YOU hefur þrisvar hlotið hin heimsþekktu hönnunarverðlaun Red Dot Award í flokknum „Vöruhönnun“. AvanTech YOU samþætting við ljós hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun.

LJÓS OG LÝSING

Lýstu upp innréttingar á heimilinu með lýsingu frá Halemeier. Smelltu hér til að sjá öll innréttingaljós hjá HEGAS

AvanTech YOU með þunnum hliðum í þremur litum, nokkrar hæðir og dýptir. Einnig snúrulaus lýsing fyrir AvanTech YOU. Með góðri lýsingu er auðveldara að sjá og finna hluti.

PDF BÆKLINGAR OG LEIÐBEININGAR

MYNDBÖND SEM SÝNA SAMSETNINGU