
Ný netverslun
12. nóvember, 2024HEGAS býður íslenskum framleiðendum upp á hágæða plötuefni frá Innovus. Vörumerkið Innovus er hluti af Sonae Arauco, sem er leiðandi framleiðandi á hráefni fyrir húsgagna- og innréttingaframleiðslu. Fyrirtækið er þekkt fyrir vandaða hönnun, nýsköpun og sjálfbærni, sem tryggir að vörurnar uppfylli strangar kröfur fagaðila og heimila.
Melamín frontaefni
Innovus melamín frontaefni eru einstaklega slitsterk og einfalt að þrífa. Fjölbreytt úrval af litum og áferðum, allt frá nútímalegum viðaráferðum yfir í fágaðar steinaáferðir. Þessi efni eru tilvalin í hurðir, skúffuframhliðar og aðra sýnilega hluta húsgagna/innréttinga þar sem fagurfræði og gæði skipta máli.
Melamín skrokkaefni
Melamín skrokkaefni frá Innovus eru hönnuð til að þola álag. Efnið er slitsterkt, endingargott og með sléttu yfirborði sem auðveldar þrif. Efnið hentar sérstaklega vel í innri hluta húsgagna eins og skápa og skúffur, þar sem áreiðanleiki og stöðugleiki skipta höfuðmáli.
Spónaplötur
Innovus spónaplötur, framleiddar af Sonae Arauco, eru þéttar, hagkvæmar og auðveldar í vinnslu, sem gerir þær að frábærum kosti fyrir bæði fagmenn og aðra. Með húðun úr melamíni eru þær einnig sérlega slitþolnar og með fallegri áferð.
Fáanlegt hjá HEGAS
HEGAS er stoltur umboðsaðili fyrir Innovus á Íslandi. Hvort sem þú ert að leita að efni fyrir eldhús, skrifstofur, innréttingar eða sérsmíði, þá finnur þú áreiðanlegar og fallegar lausnir hjá HEGAS.











