HEGAS hefur tekið í notkun endurbættan sýningarsal í verslun sinni að Smiðjuvegi 1. Eftir mánuði í stórræðum, þá hefur öllu verið skipt út í sýningarrými HEGAS og aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsmenn mun betri en áður.

HEGAS þakkar þeim viðskiptavinum sem kíktu við á frumsýninguna dagana 13. og 14. júní sl. fyrir innlitið. Af því tilefni voru á landinu þeir Rolf Verch frá Hettic, Philip Engel frá Halemeier og Jonatan Elnegaard frá Rehau til að kynna ýmsar nýjungar í vörum frá birgjum HEGAS sem nú þegar er komið í sölu og meira á leiðinni.

Ný yfirborðsefni  t.d. í forstykki á innréttingar og nýtt HPL yfirborðsefni frá Arpa auk nýrrar línu af LED ljósum frá Halemeier voru kynnt ásamt öllu því nýjasta í húsgagnafittings og íhlutum. Þá er komið nýtt yfirborðsefni frá Rehau úr akrýlsteini og ýmislegt annað.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af endurbættum sýningarsal HEGAS auk mynda af nokkrum gestum sem kíktu við á frumsýninguna.

VORUM AÐ TAKA INN PRUFUSENDINGU AF RAUVISIO FINO FRÁ REHAU SEM LOFAR MJÖG GÓÐU.

Rauvision Fino er þéttpressað MDF sem er fáanlegt með háglans eða mattri yfirborðsáferð. Efnið er mjúkt viðkomu og framleitt í ýmsum litum. Fino hentar vel fyrir innréttingar í eldhús, baðherbergi og fataskápa.

Fino er frá fyrirtækinu REHAU, sem er leiðandi á sínu sviði og hefur skarað framúr á alþjóðlegum mörkuðum með nýjar lausnir fyrir húsgagnaiðnaðinn.

FENIX  er einstakt yfirborðefni sem opnar nýja vidd í hönnun. Efnið er til notkunar bæði á lóðrétta og lárétta fleti. Helstu kostir eru m.a. að efnið heldur frá sér fingraförum, er mjúkt viðkomu, með mattri áferð og auðvelt í þrifum. FENIX er notað á borðplötur, veggi, innréttingar, húsgögn o.fl.

Yfirborð FENIX NTM er unnið úr háþróaðri kvoðu (resin) með sérstakri örtækni (Nanotækni).

Yfirborð FENIX NTM er unnið úr nýrri kynslóð af hitaþolini kvoðu (resin) sem gerir yfirborðið alveg lokað og samt mjúkt viðkomu.  Yfirborð er hannað þannig að endurkast á ljósi er mjög lítið (endurspeglun á ljós er ca. 1,5 miðað við 60°)

FENIX NTM opnar nýja möguleika í hönnum innanhúss, fallegt, afar matt yfirborð, mjúkt viðkomu og kámast ekki.

Vegna einstakra eiginleika yfirborðs FENIX NTM, má nota það í mismunandi hönnun innanhúss t.d. í eldhús, baðherbergi, hillur, skilveggi og húsgögn. Hentar inn á heimili, veitingastaði, hótel, heilsugæslu, sjúkrahús og flesta aðra staði. Efnið má nota bæði á lárétta og lóðrétta fleti.

FENIX NTM er framleitt í sígildum klassískum náttúrulitum.

FENIX NTM hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenningar:

MaterialPreis “First Prize Category” verðlaun í Þýskalandi, 2014

Dwell on Design “Best Design Material” verðlaun í Bandaríkjunum, 2014

Interzum “Best of the Best” verðlaun í Þýskalandi, 2015

Archidex “New product” verðlaun í Malasíu, 2015

Honourable Mention ADI Compasso d’Oro á Ítalíu, 2016

Iconic Awards “Product Best of the Best” í Þýskalandi, 2016

Hegas er meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur verið í þeim hópi frá upphafi. Mannauður er dýrmætasta auðlind Hegas og búa starfsmenn fyrirtækisins yfir mikilli þekkingu og reynslu sem skilar sér í góðri þjónustu og rekstri.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og uppfylla ákveðin skilyrði en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2018.