HEGAS kynnir svartar Sensys lamir frá Hettich. Lamirnar eru nýjar á lager hjá HEGAS og fara vel saman við t.d. dökk gráar Hettich Atira hliðar. Einnig eru til á lager dökk gráar og svartar spónaplötur.

Ljósið er magnað og skapar stemningu. Hegas býður upp á innréttingaljós og lýsingalausnir sem eru aðlaðandi. Hvort sem það eru ljós í innréttingar á heimili eða í verslanir.

Framfarir og nýjungar í ljósabúnaði auðvelda okkur að skapa rétta andrúmsloftið og fullkomna rýmin sem lýsa á upp. Á næstunni mun Hegas kynna nánar nýjustu ljósin frá Halemeier, fyrir eldhúsið, svefniherbergið, baðhergið og stofuna. Einnig ljósalausnir fyrir verslanir og fyrirtæki. Fyrir áhugasama, þá má skoða það nýjasta frá Halemeier með því að smella hér.

Í september er 20% afsláttur af ruslafötum og sorpflokkunarkerfum hjá HEGAS. Í boði eru margar stærðir og ýmsar útfærslur og lausnir. Hjá HEGAs fást ruslafötur og sorpflokkunarkerfi fyrir skúffur og skápa ásamt aukahlutum. Ruslafötur sem opnast út með hurð, ruslagrindur og stakar ruslafötur o.fl.

Verðdæmi:

17 lítra ruslafata, verð áður kr. 1.881,-  /  verð nú kr. 1.504,-

13 lítra ruslfafata úr stáli, verð áður kr. 7.426,-  /  verð nú kr. 5.940,-

Ruslafata Cube 60, verð áður kr. 14.177,-  /  verð nú kr. 11.341,-

Selecta 400, verð áður kr. 15.809,-  /  verð nú kr. 12.647,-


 

Hnífaparabakkar á tilboði í ágúst / 20% afsláttur

Allir hnífaparabakkar og hnífaparaskilrúm eru á 20% afslætti í ágúst 2017.

Margar stærðir og ýmsar útfærslur í boði. Fáanlegt úr plasti, stáli og tré.

Verðdæmi:

Hnífaparabakki / Grár 301-350:    verð áður kr. 1.959,-   ->   verð nú kr. 1.567,-

Hnífaparabakki / Grár 401-450:    verð áður kr. 2.102,-   ->   verð nú kr. 1.681,-

Hnífaparabakki / Grár 501-600:    verð áður kr. 2.392,-   ->   verð nú kr. 1.913,-

Hnífaparabakki / Grár 901-1000:  verð áður kr. 5.160,-   ->   verð nú kr. 4.128,-

Sjá vöruúrval nánar á blaðsíðu 8-12 í myndrænum verðlista hér fyrir neðan:

Ljósadagar í verslun Hegas á Smiðjuvegi í júlí.

Hegas býður 20-50% afslátt af öllum ljósum og aukahlutum fyrir ljós í júlí. LED ljós og LED borðar ásamt miklu úrvali af aukahlutum. Er ekki kominn tíma á að skipta út gamla halogen ljósinu fyrir nýtt LED ljós. Bjóðum upp á mikið úrval LED ljósa sem passa í úrtök halogen ljósa. LED ljós hafa þá kosti að þau hitna ekki, hafa langan líftíma og eru orkusparandi. Endilega komið til okkar á Smiðjuveg 1 og fáið ráðgjöf hjá sölufólki Hegas.

Tilboð gildir á meðan birgðir endast.

Þann 10. mars 2017 afhenti Hegas nýjan fimm ása yfirfræsara til Irma. Um er að ræða Biesse Rover A Smart. Starfsfólk Hegas óskar Irma til hamingju með nýju vélina.

 

Hér fyrir neðan má sjá kynningu á fimm ása yfirfræsaranum Rover A Smart frá Biesse.

https://youtu.be/DLt2NxtPI4U
 

Hegas hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki, sjöunda árið í röð. Hegas hefur því verið meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi frá upphafi. Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind Hegas og búa starfsmenn yfir mikilli þekkingu og reynslu sem skilar sér til viðskiptavina fyrirtækisins.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og uppfylla ákveðin skilyrði en aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði sem sett eru.

Að þessu sinni voru það 624 fyrirtæki af rúmlega 35.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera framúrskarandi fyrirtæki árið 2016.

 

 

 

Hegas hefur aukið vöruúrval sitt í plasthúðuðum spónarplötum. Erum með á lager í hvítu og gráu 56,5 cm og 60 cm plötur, kantlímt ásamt 30 cm breiðum hvítum plötum. Þessar plötur henta mjög vel í skrokkaefni í innréttingar og í hillur í geymsluna. Bjóðum einnig upp á mikið úrval af hillukerfum m.a. uppistöðum og hilluberum í ýmsum stærðum og gerðum. Endilega komið til okkar á Smiðjuveginn og skoðið hvað við höfum upp á að bjóða og fáið ráðgjöf hjá sölumönnum okkar.

 

Kæri viðskiptavinur,

Gleðilegt nýtt ár.

 

Nú hefst nýtt ár sem vonandi verður gott ár fyrir alla. Hjá okkur er margt um að vera og byrjum við nýja árið með því að koma með alveg nýja heimasíðu hegas.is í loftið sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að skoða.

Einnig þrátt fyrir vissan mótvind í byrjun árs, eins og hækkanir erlendis frá og hækkun þjónustugjalda skipafélaga, þá hafa þó gengismálin verið okkar hagstæð, og af þeim sökum höfum við því ákveðið að lækka flest okkar verð um 5-10%. Er það okkar von að það megi hjálpa ykkur í baráttunni við innfluttar vörur sem þið eruð að keppa við.

Við hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári.

 

Með bestu kveðjum,

Starfsfólk Hegas ehf.