Zeta P2 fræsivélin sparar tíma í daglegum störfum. Vélin er notuð til að taka úr fyrir Clamex P, Tenso P og Divario P samsetningarfittings.
Classic X
Classic X er gamla góða kexvélin sem allir þekkja enda eru Lamello kexin löngu búin að festa sig í sessi meðal fagmanna.
Top 21
Top 21 vélin er ný útfærsla á kexvél. Vélin er með hæðarstilli og því hægt að vinna með staðsetningu á kexinu. Þá er hægt að fræsa fúgu meðfram veggjum í parket eða loftklæðningu (8-12mm).
Invis Mx2
Invis Mx2 er segulkubbur sem settur er á borvél til að herða saman og losa Invis Mx2 stáldíla en þessir dílar eru tilvaldir þar sem ósýnileika á festingum er krafist.
Fyrir áhugasama, þá má sjá meira á vefsíðu Lamello hér.