H+H SYSTEM – Skipulagslausnir fyrir heilbrigðisgeirann
H+H SYSTEM er fyrirtæki sem þróar og framleiðir mismunandi vörulínur. Hjá H+H SYSTEM er áhersla vöruframboðs á apótek, sjúkrahús, rannsóknarstofur, læknastofur, heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili. Hér fyrir neðan má sjá vöruframboð og lausnir sem snúa að betra skipulagi og öðru í skúffur og skápa.
Sveigjanleg skúffuskil sem auðvelda skipulag og skilvirkni. Þetta sparar pláss og gerir daglega vinnu heilbrigðisstarfsmanna með lyf mun skilvirkari og dregur úr líkum á mistökum.
Lyfjaskúffur í ýmsum stærðum sem bjóða upp á sérhannað skipulag eftir þörfum. Fjölbreytilegar stillingar fyrir geymslulausnir. Hámarks hreinlæti og sveigjanleiki.
Skipulag ísskápa í ýmsum stærðum og fyrir ólíka notkun. Hámarksöryggi fyrir viðkvæma geymslu lyfja, blóðs eða blóðvökva.
Hér má sjá hinar ýmsu vörur og lausnir í myndum.