TAWI lyftibúnaður

Hjá HEGAS færðu TAWI lyftibúnað sem auðveldar starfsfólki störfin og léttir á líkamlegu erfiði. TAWI lyftibúnaður gerir fyrirtækjum kleift að fara frá handvirkri meðhöndlun yfir í snjallar lyftilausnir í framleiðslu, flutningum og dreifingu þannig að starfsfólk þurfi ekki að lyfta þungum hlutum með eigin áreynslu.

Í boði er lyftibúnaður sem samanstendur af eftirfarandi:

  • Tómarúmslyftibúnaður (Vacuum lifters)
  • Lyftivagnar (Lifting trolleys)
  • Lyfti- og gripverkfæri (Hoists & gripping tools)
  • Kranabúnaður (Crane systems)