Rauvisio Crystal frá Rehau

REHAU hefur skapað nýstárlegt yfirborðsefni sem er tilvalið til notkunar í eldhúsinu og annars staðar. RAUVISIO Crystal státar af hágæða, gljáandi yfirborðsefni sem líkist gleráferð en laust við helstu galla alvöru glers. Þá er efnið helmingi léttara en hefðbundið gler og hefur tífalt meira brotþol en gler.

Crystal hentar vel fyrir innréttingar í eldhús, baðherbergi og fataskápa. Notað í framhliðar innréttinga og lóðréttra húsgagna, skápa-, hurða- og skúffufronta. Crystal vörulínan samanstendur af hefðbundnum innréttingaplötum og svo þynnri útfærslum:

RAUVISIO CRYSTAL SLIM / DECOR er það nýjasta, mjög þunnt spjald með gleráferð (4mm) til að nota sem veggklæðningu á milli innréttinga í stað flísa milli efri og neðri skápa í eldhúsinnréttingum. Þá hentar efnið einnig á heilu veggina t.d. á baðherbergi, sturtuna o.fl. Efnið er auðvelt í uppsetningu og hægt að fá í litum, með viðaráferð og steinplötuáferð.

RAUVISIO CRYSTAL MAGNETIC er með segulmagnaðri gleráferð og hægt að nota sem tússtöflu o.fl. Hentar vel fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir.

RAUVISIO CRYSTAL MIRROR er með gleráferð og kemur í stað spegils úr alvöru gleri. Hentar vel á fataskápa með rennihurðum og býður upp á fjölmarga möguleika þar sem þörf er á speglum.

Hér er hægt að skoða PDF bæklinga um Rauvisio yfirborðsefni og Rehau Crystal Decor Collection.

 

 

Rauvisio crystal uni – high gloss

 

Rauvisio crystal decor – high gloss

 

Efnið er umhverfisvænt, stílhreint og sterkt, högg og rispuþolið. Framleitt bæði með glansáferð og matt. Kantlímingarbönd eru fáanleg með sömu áferð.

Crystal línan er frá fyrirtækinu REHAU, sem er leiðandi á sínu sviði og hefur skarað framúr á alþjóðlegum mörkuðum með nýjar lausnir fyrir húsgagnaiðnaðinn. Crystal línan er umhverfisvæn og efnið er endurvinnanlegt og laust við PVC og önnur spilliefni.