Hreinsi- og viðhaldsvörur

Hegas er með frábærar hreinsivörur og fleira frá UNIKA. Áhersla er á fjölbreytt vöruúrval fyrir eldhús og þá hin ýmsu yfirborðsefni sem þar eru og annars staðar. Unika hefur þjónað fagfólki í eldhús- og gólfþjónustu auk framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum í meira en 20 ár. 

Fyrir harðplast borðplötur og veggjapanila erum við með gæða hreinsivökva og bakteríudrepandi hreinsivökva. 

Fyrir matt yfirborð eins og FENIX, erum við með gæða hreinsivökva sem henta til daglegarar notkunar á mjög matt yfirborðsefni til að þrífa fitu og ýmis óhreinindi sem skila yfirborðinu fingra- og rákufríu.

Fyrir borðplötur úr við/límtré og erum við með gæða viðarolíu sem vatnsver og heldur óhreinindum frá, auk þess að standast ströngustu kröfur varðandi snertingu við matvæli. Einnig hreinsivökva sem er pH7 hlutlaus og skilur engi merki eftir sig. Þá er til nokkurs konar bónmassi til að bera á gegnheilar viðarborðplötur.

Fyrir akrýlsteininn er í boði þrifefni sem vinnur á fitu og óhreinindum og skilar yfirborðinu skínandi hreinu. Einnig er í boði glært hreinsiefni fyrir granít, marmara og náttúrustein sem er bakteríudrepandi og skilur engin ummerki eftir sig.

Þá eru í boði hreinsiefni fyrir eldhússkápa, tæki, gler, spegla og króm, sem skilur ekki eftir sig fingraför, vatnsmerki eða ryk. Best að nota með örtrefjaklútum.

Vaskahreinsaefni til þrifa á vöskum. Þrífur kalk, fitu og önnu óhreinindi á auðveldan og öruggan hátt.

Töfrasvampar henta vel við ýmis þrif og henta til að nudda úr bletti og óhreinindi og fást fjórir saman í pakka. Einnig pússisvampar, slípidiskar og fleira.

Þá erum við með tveggja þátta lím frá UNIKA, sem samanstendur af Mitre penna sem er eins og stór tússpenni. Borið er á annan flötinn með pennanum og MitreBond lím á hinn hlutann, fletir lagðir saman og þeir límast fastir á um 10 sekúndum. Einnig er til límkítti í litum sem hentar þegar borðplötur eru settar saman. Fáanlegt í 10 litum. Að lokum er það fúgukítti til að fylla í fúgur, úr akrýlefni, fáanlegt í 8 litum.

Notkunarleiðbeiningar (PDF skjöl)
Hér má sjá myndbönd frá UNIKA