Harðplast (bakteríueyðandi)

Við bjóðum bakteríueyðandi harðplast til viðbótar við hefðbundið (HPL) efni frá framleiðandanum Arpa. Nánar um hefðbundið Arpa HPL hér.

NÝTT HJÁ HEGAS - Við kynnum nýtt byltingarkennt yfirborðsefni og kanta með bakteríueyðandi yfirborð.

Silverlam er nýtt yfirborðsefni frá Arpa HPL sem rannsóknir sanna að hindri vöxt baktería á yfirborðinu og að yfir 99,9% af bakteríum og sýklum hurfu eftir 24 tíma. Sömu eiginleikar eru í laserköntum frá Rehau. Með þessum eiginleikum, henta þessi efni sérlega vel fyrir heilbrigðisstofnanir, matavælaiðnað, skóla og þar sem hreinlæti er mikilvægt. 

Af hverju bakteríueyðandi?

Við vitum að bakteríur flytjast á milli manna eða smitast frá hlutum og yfirborðum hluta.

Við vitum einnig að reglulegar hreingerningar eru nauðsynlegar en duga ekki alltaf til.

Við þurfum að koma í veg fyrir að bakteríur setjist í yfirboð og smiti þaðan.

Silverlam plöturnar eru framleiddar með Arpa Silveright tækni sem húðar yfirborðið með silfurjónum og myndar með því 99,9% sýklaeyðandi eiginleika. Þessi auka vörn varnar því að hættulegar bakteríur lifi á yfirborðinu jafnvel þar sem erfitt er að komast að í þrifum.

Hentar einkar vel í matvælaiðnað og fyrir heilbrigðisstofnanir

Arpa Silverlam uppfyllir lífræðilegar kröfur um hollustuhætti og er því mjög öruggt fyrir allan matvælaiðnað svo sem kjötvinnslur, fiskbúðir o.s.frv. en líka að sjálfsögðu í öll eldhús.   

Silverlam er einnig NSF vottað og þar með hentar það vel fyrir heilbrigðisþjónustu, rannsóknastofur, skurðstofur, heilsugæslu og alls staðar þar sem hreinlæti skiptir öllu máli.

Sérpantanir fyrir stærri verkefni

Silverlam er fáanlegt í ýmsum litum og áferðum sem hægt er að sérpanta fyrir stærri verkefni og framleiðslu. Verðhagkvæmni helst í hendur við magn sérpöntunar auk þess sem framleiðandi miðar við lágmarksmagn á stökum pöntunum. 

Fáanlegt í sígildum Arpa litum.
Fáanlegt með HPL viðaráferð.
Fáanlegt með HPL steinplötu áferð.
Fáanlegt með HPL mynstra áferð.