FENIX yfirborðsefni
FENIX er einstakt yfirborðefni sem opnar nýja vídd í hönnun. Efnið er til notkunar bæði á lóðrétta og lárétta fleti. Helstu kostir eru m.a. að efnið heldur frá sér fingraförum, er mjúkt viðkomu, með mattri áferð og auðvelt í þrifum. FENIX er notað á borðplötur, veggi, innréttingar, húsgögn o.fl.
Yfirborð FENIX NTM er unnið úr háþróaðri kvoðu (resin) með sérstakri örtækni (Nanotækni).
Yfirborð FENIX NTM er unnið úr nýrri kynslóð af hitaþolini kvoðu (resin) sem gerir yfirborðið alveg lokað og samt mjúkt viðkomu. Yfirborð er hannað þannig að endurkast á ljósi er mjög lítið (endurspeglun á ljós er ca. 1,5 miðað við 60°)
FENIX NTM opnar nýja möguleika í hönnum innanhúss, fallegt, afar matt yfirborð, mjúkt viðkomu og kámast ekki.
Vegna einstakra eiginleika yfirborðs FENIX NTM, má nota það í mismunandi hönnun innanhúss t.d. í eldhús, baðherbergi, hillur, skilveggi og húsgögn. Hentar inn á heimili, veitingastaði, hótel, heilsugæslu, sjúkrahús og flesta aðra staði. Efnið má nota bæði á lárétta og lóðrétta fleti.
FENIX NTM er framleitt í sígildum klassískum náttúrulitum.
NÝTT – FENIX vaskar í ýmsum litum
HEGAS kynnir FENIX eldhúsvaska úr sama einstaka yfirborðefninu og notað er á borðplötur o.fl. Fáanlegir í ýmsum litum. Auðvelt að þrífa.
FENIX eldhúsvaskarnir eru felldir að FENIX borðplötum og úr verður stílhrein heild sem sameinar notagildi og fagurfræði. Vaskarnir fást í ýmsum litum og eru framleiddir úr möttu efni í stíl við FENIX útlitið. Vaskarnir þola létt högg og hitabreytingar auk þess að vera blettaþolnir og hafa viðnám gegn rispum og álagi. Sérstök efnasamsetning kemur í veg fyrir að vaskarnir upplitist með tímanum.
Efnasambandið í FENIX vöskunum hindrar vöxt örvera og stuðlar að niðurbroti baktería og eykur þannig hreinlæti. Bakteríudrepandi vernd má þakka silfurjónum sem mynda sýkladrepandi eiginleika vaskanna.
Besta leiðin til að þrífa FENIX vaska er að nota mjúkan klút eða svamp með mildu hreinsiefni. Yfirborð vasksins er svo skolað með volgu vatni og þurrkað með mjúkum klút.
Meira um FENIX
FENIX NTM er Svansvottað (Svansvottun PDF skjal).
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og meginmarkmið þess að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að:
• skoða allan lífsferilinn og skilgreina helstu umhverfisþætti
• setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreindir hafa verið svo sem; efnainnihald og notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, og gæði og ending
• passa að þekkt hormóna raskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð
• herða kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðar vörur og þjónusta séu í stöðugri þróun
FENIX NTM hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenningar:
MaterialPreis “First Prize Category” verðlaun í Þýskalandi, 2014
Dwell on Design “Best Design Material” verðlaun í Bandaríkjunum, 2014
Interzum “Best of the Best” verðlaun í Þýskalandi, 2015
Archidex “New product” verðlaun í Malasíu, 2015
Honourable Mention ADI Compasso d’Oro á Ítalíu, 2016
Iconic Awards “Product Best of the Best” í Þýskalandi, 2016
FENIX LAGERLITIR
Sérpanta þarf aðra en lagerliti. Sjá heildarsafn hér fyrir neðan.
FENIX NTM Collection
FENIX NTM Bloom Collection
FENIX NTA Collection
Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar um FENIX yfirborðsefnið í pdf skjölum:
You must be logged in to post a comment.