Sagan
Fyrirtækið Hegas ehf. var stofnað í ársbyrjun 1988. Það sérhæfði sig í innflutningi á hráefnisvörum og harðmálmsverkfærum fyrir tréiðnaðinn. Reksturinn gekk vel og fjórum árum seinna hófst innflutningur á trésmíðvélum og tengdum vörum.
Þegar fyrirtækið var stofnað var það til húsa í 180 fm húsnæði að Smiðjuvegi 16d, en vegna aukinna umsvifa varð húsnæðið fljótlega of lítið og því var ráðist í að kaupa 425 fm húsnæði að Smiðjuvegi 8. síðla árs 1993. Fyrirtækið dafnaði vel og enn var húsnæðið orðið of lítið. Þann 1. maí 2000 flutti svo starfsemin í núverandi húsnæði að Smiðjuvegi 1. Upphaflega nýtti Hegas hluta af húsnæðinu en húsnæðið er nú alfarið í eigu Hegas u.þ.b. 3000 m2 þar sem öll starfsemi fyrirtækisins fer fram.
Fyrirtækið starfar enn í dag á sínu upphaflega sérsviði þ.e. að þjónusta tréiðnaðinn með hráefni, tæki og tól, og leitast við að veita góða þjónustu.