
Mikið lita- og áferðarúrval af Arpa HPL plötum
6. júní, 2025
Með Master Oak sameinar Unilin heillandi fegurð náttúrulegrar eikar og nýjustu yfirborðstækni í eitt heilsteypt hágæða efni sem stenst mikla notkun og lítur út eins og náttúruleg viðartegund.
Fá efni standast samanburð við raunverulegan eikarspón þegar kemur að áferð og djúpum æðum, en Master Oak bætir um betur með litastöðugleika, einfaldri umhirðu og framúrskarandi endingu. Við snertingu á yfirborði efnisins, finnst áferðin áþreifanlega og er um leið sýnileg.
Þetta hágæða efni er notað í innréttingar og húsgögn. Í borðplötur, móttökuborð og hurðir býr HPL útgáfan yfir miklum slit- og hitastyrk.
Helsti ávinningur
• Óviðjafnanleg eikaráferð
• Þrefalt rispu- og höggþol
• Frábært lita- og blettþol
• Fjölbreytt form – fáanlegt sem melamínborin spónaplata og HPL.
• Sjálfbær kjarni
12 litir og áferðir
Master Oak er fáanleg í 12 mismunandi decor útfærslum: tíu viðaráferðarlitir og tvær heillita plötur, m.a. Soft White, Patina Natural, Natural Copper, Green og Elegant Black.
Skoðaðu stutt myndband hér fyrir neðan, 27 sekúndur.
You must be logged in to post a comment.