Timburhúsagerð og gluggasmíði
18. janúar, 2021
Bakteríueyðandi yfirborðsefni
16. mars, 2021
Timburhúsagerð og gluggasmíði
18. janúar, 2021
Bakteríueyðandi yfirborðsefni
16. mars, 2021
Sýna allt

NÝTT í FENIX – vaskar í ýmsum litum

HEGAS kynnir FENIX eldhúsvaska með samlituðu yfirborðefni eins og notað er á borðplötur o.fl. Vaskarnir eru fáanlegir í ýmsum litum með mattri áferð sem er auðveld í þrifum.

FENIX eldhúsvaskarnir eru felldir að FENIX borðplötum og úr verður stílhrein heild sem sameinar notagildi og fagurfræði. Vaskarnir fást í ýmsum litum og eru framleiddir úr möttu efni í stíl við FENIX útlitið. Vaskarnir þola létt högg og hitabreytingar auk þess að vera blettaþolnir og hafa viðnám gegn rispum og álagi. Sérstök efnasamsetning kemur í veg fyrir að vaskarnir upplitist með tímanum.

Efnasambandið í FENIX vöskunum hindrar vöxt örvera og stuðlar að niðurbroti baktería og eykur þannig hreinlæti. Bakteríudrepandi vernd má þakka silfurjónum sem mynda sýkladrepandi eiginleika vaskanna.

Besta leiðin til að þrífa FENIX vaska er að nota mjúkan klút eða svamp með mildu hreinsiefni. Yfirborð vasksins er svo skolað með volgu vatni og þurrkað með mjúkum klút.

FENIX LAGERLITIR

Sérpanta þarf aðra en lagerliti.