Felli- og rennihurða fittings

Fellihurðakerfi eða fellihurðabúnaður fyrir skápa með háum eða lágum hurðum, hvort heldur fataskápa, eldhússkápa eða aðra skápa. Algengt að burðabraut og hjól séu að ofan og stýringabraut að neðan með stærri hurðum. Lausnir fyrir viðarhurðir eða viðar/ál rammahurðir. Einnig eru til burðarlaus fellihurðakerfi með mikilli opnun. Fyrir stórar rennihurðir eru til kerfi á burðarhjólum með kúlulegum með möguleika á mjúklokun. Þá eru til kerfi fyrir glerhurðir með burðarprófíl úr áli sem hurðin rennur á. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar Hegas.