fbpx
Fenix yfirborðsefni

FENIX er einstakt yfirborðefni sem opnar nýja vídd í hönnun. Efnið er til notkunar bæði á lóðrétta og lárétta fleti. Helstu kostir eru m.a. að efnið heldur frá sér fingraförum, er mjúkt viðkomu, með mattri áferð og auðvelt í þrifum. FENIX er notað á borðplötur, veggi, innréttingar, húsgögn o.fl.

Yfirborð FENIX NTM er unnið úr háþróaðri kvoðu (resin) með sérstakri örtækni (Nanotækni).

Yfirborð FENIX NTM er unnið úr nýrri kynslóð af hitaþolini kvoðu (resin) sem gerir yfirborðið alveg lokað og samt mjúkt viðkomu.  Yfirborð er hannað þannig að endurkast á ljósi er mjög lítið (endurspeglun á ljós er ca. 1,5 miðað við 60°)

FENIX NTM opnar nýja möguleika í hönnum innanhúss, fallegt, afar matt yfirborð, mjúkt viðkomu og kámast ekki.

Vegna einstakra eiginleika yfirborðs FENIX NTM, má nota það í mismunandi hönnun innanhúss t.d. í eldhús, baðherbergi, hillur, skilveggi og húsgögn. Hentar inn á heimili, veitingastaði, hótel, heilsugæslu, sjúkrahús og flesta aðra staði. Efnið má nota bæði á lárétta og lóðrétta fleti.

FENIX NTM er framleitt í sígildum klassískum náttúrulitum.

Fenix eldhúsvaskar

Einnig eru til FENIX eldhúsvaskar sem eru úr sama einstaka yfirborðefninu og notað er á borðplötur o.fl. Helstu kostir eru m.a. að efnið er með mattri áferð og auðvelt í þrifum.

FENIX NTM hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenningar:

MaterialPreis “First Prize Category” verðlaun í Þýskalandi, 2014

Dwell on Design “Best Design Material” verðlaun í Bandaríkjunum, 2014

Interzum “Best of the Best” verðlaun í Þýskalandi, 2015

Archidex “New product” verðlaun í Malasíu, 2015

Honourable Mention ADI Compasso d’Oro á Ítalíu, 2016

Iconic Awards “Product Best of the Best” í Þýskalandi, 2016

FENIX LAGERLITIR

Sérpanta þarf aðra en lagerliti. Sjá heildarsafn hér fyrir neðan.

FENIX NTM Collection

FENIX NTM Bloom Collection

FENIX NTA Collection

Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar um FENIX yfirborðsefnið í pdf skjölum:

Önnur yfirborðsefni:

Harðplast

Akrýlsteinn