Málmtækni með nýjan BIESSE Rover A
10. apríl, 2022
Vélasýning HEGAS
6. maí, 2022
Málmtækni með nýjan BIESSE Rover A
10. apríl, 2022
Vélasýning HEGAS
6. maí, 2022
Sýna allt

Margverðlaunuð hönnun

AvanTech YOU hefur hlotið ýmis hönnunarverðlaun. Þar á meðal „Good Design Award 2021“ frá Japan Institute of Design Promotion (JDP) en það er eina alhliða mats- og meðmælakerfið fyrir vöruhönnun í Japan sem staðfestir framúrskarandi gæði í virkni og hönnun.

Þá fékk AvanTech YOU Interzum verðlaunin í flokknum „Hágæða vara“ fyrir framúrskarandi hönnun. Með möguleikanum að útbúa skúffur með ljósi, býður AvanTech YOU upp á fleiri aðlaðandi hönnunarafbrigði og uppfyllir þannig tíðarandann.

AvanTech YOU fékk verðlaunin „Vara ársins 2022“ í þýska viðskiptablaðinu „S+B Schloss- und Beschlagmarkt“ í flokknum innréttingahönnun. Að baki verðlaununum eru fjögur viðmið metin: nýsköpun, notagildi hönnunar, stafræn innleiðing og stuðningur við sérfræðiviðmið.

Hettich sem er framleiðandi AvanTech YOU hefur þrisvar hlotið hin heimsþekktu hönnunarverðlaun Red Dot Award í flokknum „Vöruhönnun“. AvanTech YOU samþætting við ljós hlaut verðlaunin og einnig mjúklokunarkerfið fyrir snúningshurðir og Quadro Compact FE 20 skúffubrautir fyrir vínkæla fengu verðlaun fyrir framúrskarandi hönnunargæði.

Með AvanTech YOU skúffukerfinu eru skúffur sniðnar að þeirri hönnun sem þú vilt fyrir húsgögn og innréttingar – fyrir baðherbergið, stofuna eða eldhúsið. AvanTech YOU veitir mikinn sveigjanleika í hönnun hvað varðar lit, lögun og efni, sem gerir hönnunarhugmynd að veruleika. Svo einfalt er það!