Málmtækni hefur fengið afhentan nýjan yfirfræsara af gerðinni BIESSE Rover A FT 1532 PLAST með flötu vinnsluborði. Nýji yfirfræsarinn er viðbót við vélakostinn hjá Málmtækni og fyrir var annar yfirfræsari af gerðinni Rover A FT 2243 hjá fyrirtækinu.
HEGAS er umboðs- og þjónustuaðili Biesse á Íslandi. Við óskum Málmtækni til hamingju með nýju iðnaðarvélina.