
Hurðarhúnar
3. janúar, 2022
Fanntófell hefur tekið í notkun nýja BIESSE Stream A 5.0 SMART iðnaðarvél, sem er fullkomin og öflug kantlímingarvél. Það má með sanni segja að BIESSE hitti í mark með tæknilausnum í Stream A SMART sem tryggja óaðfinnanlega framleiðslu á hágæða vöru sem endist lengi.
Áreiðanleiki Biesse og frábærar tæknilausnir samhliða sjálfvirkni í sérsniðinni framleiðslu tryggir gæði og áreiðanleika hjá Fanntófell þegar unnið er með viðkvæmt yfirborð auk þess að hámarka framleiðni. Samskeyti í kantlímingum eru óaðfinnanleg og úr verður glæsileg og samfelld heild á yfirborðsefni vörunnar.
HEGAS er umboðs- og þjónustuaðili Biesse á Íslandi. Við óskum Fanntófell til hamingju með nýju iðnaðarvélina.
Opnunartími
Mánud.–fimmtud: 8–17
Föstudaga: 8–16
© Hegas ehf · Smiðjuvegi 1 · 200 Kópavogur · Sími 580-6700 · hegas@hegas.is · Vefur unninn af AXA