FENIX yfirborðsefni
12. apríl, 2021
AvanTech YOU skúffurnar frá Hettich slá í gegn
25. júlí, 2021
FENIX yfirborðsefni
12. apríl, 2021
AvanTech YOU skúffurnar frá Hettich slá í gegn
25. júlí, 2021
Sýna allt

FENIX er Svansvottað

Íslenskur byggingariðnaður getur minnkað kolefnisfótspor sitt og gert iðnaðinn umhverfisvænni. Sama gildir um íslenska innréttingasmíði o.fl. Vistvæn framleiðsla er það sem koma skal með áherslu á heilnæmt húsnæði sem stuðlar að góðri heilsu íbúa.

Þegar horft er til efnisvals í smíði innréttinga, þá er FENIX NTM yfirborðsefnið hjá HEGAS nú Svansvottað (Leyfisnúmer 3010 0033 – útgáfa 6.0). Við hjá HEGAS finnum fyrir áhuga arktitekta á umhverfisvænni lausnum í hönnun og framleiðslu innréttinga á Íslandi.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og meginmarkmið þess að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að:
• skoða allan lífsferilinn og skilgreina helstu umhverfisþætti
• setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreindir hafa verið svo sem; efnainnihald og notkun skaðlegra efna, flokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, og gæði og ending
• passa að þekkt hormóna raskandi og ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi efni séu ekki notuð
• herða kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðar vörur og þjónusta séu í stöðugri þróun