FENIX er Svansvottað
19. júlí, 2021
Nýr ljósabæklingur
22. september, 2021
FENIX er Svansvottað
19. júlí, 2021
Nýr ljósabæklingur
22. september, 2021
Sýna allt

AvanTech YOU skúffurnar frá Hettich slá í gegn

AvanTech YOU skúffukerfið státar af einstakri hönnun þar sem fjölbreytileiki og skapandi sveigjanleiki er í fyrirrúmi, allt frá innri til ytri hönnunar sem gefur fullkomna útkomu á skúffum. Skúffukerfið er skilvirkt og uppfyllir þarfir þeirra sem sækjast eftir fallegri hönnun, meira rými og þægindum.

Hjá HEGAS eru skúffurnar til á lager í hvítum og dökkgráum lit en einnig fáanlegar í silfugráum lit. AvanTech YOU er til í 5 hæðum og mörgum dýptum.

Það sem er sérstakt við AvanTech YOU skúffurnar:

• Einstaklega þunnar og hámarks nýting á plássi.
• Frábær hönnun og gæði.
• Ganga með hágæða Quadro YOU brautum, á kúlulegum. Quadro brautir eru mest verðlaunuðu skúffubrautir sem framleiddar hafa verið.
• Einnig hægt að fá 70 kg. Actro brautir ef skúffurnar eru mjög stórar og þungar.
• Með mjúklokun og einnig fánlegar með “Push To Open” búnaði, ef innréttingin er höldulaus.
• Hliðarnar eru alveg heilar, þ.e.a.s. með engum Cover hettum. Stílhrein heild.
• Hliðar-, hæða- og veltistillingar, gera mögulegt að fínstilla skúffurnar mjög nákvæmlega með lágmarks bil milli skúffa.
• Engin fræsing í botn.
• Trébökin eru í sömu breidd og botninn og því einfalt í smíðum. Stálbök eru fáanleg í öllum helstu stöðluðu breiddum, sem smellt er á skúffurnar.
• Engin þörf á bakhornum.
• Engar aukafestingar (catches) þarf fyrir skúffubrautirnar undir botninn.
• Ofan á skúffuhliðunum er listi sem hægt er að fá í öðrum litum, eins og króm, ál, burstað stál, eikar lit og hnotu lit, til að gera útlitið einstakt og öðruvísi.
• Einnig er hægt að fá ljós í stað listans á skúffuhliðarnar.