Rauvisio Fino frá Rehau

Rauvision Fino er þéttpressað MDF sem er fáanlegt með háglans eða mattri yfirborðsáferð. Efnið er mjúkt viðkomu og framleitt í ýmsum litum. Þá eru kantar í boði frá sama framleiðanda. Fino hentar vel fyrir innréttingar í eldhús, baðherbergi og fataskápa. Notað í framhliðar innréttinga og lóðréttra húsgagna.

Fino er frá fyrirtækinu REHAU, sem er leiðandi á sínu sviði og hefur skarað framúr á alþjóðlegum mörkuðum með nýjar lausnir fyrir húsgagnaiðnaðinn. Fino er umhverfisvænt og endurvinnanlegt efni sem er laust við PVC og önnur spilliefni.

 

Stærð: 2800 x 1220 mm / Þykkt:18 mm / Þéttleiki: 816 kg/m3