Ísland í aðalhlutverki
10. ágúst, 2020
Tilboð í september
6. september, 2020
Ísland í aðalhlutverki
10. ágúst, 2020
Tilboð í september
6. september, 2020
Sýna allt

Nýtt skúffukerfi

AvanTech skúffukerfi

AvanTech YOU skúffukerfið státar af einstakri hönnun þar sem fjölbreytileiki og skapandi sveigjanleiki er í fyrirrúmi, allt frá innri til ytri hönnunar sem gefur fullkomna útkomu á skúffum. Skúffukerfið er skilvirkt og markmið AvanTech er að uppfylla þarfir viðskiptavina sem sækjast eftir fallegri hönnun, meira rými og þægindum.

VIRKNI OG FRAMMISTAÐA

Ein skúffa, tvær brautir með fjölmörgum notendavænum aðgerðum/virkni. Sveigjanleiki sem sameinast með einu boramynstri. Skilvirkt fyrir mismunandi einstaklinga og ólíkar þarfir viðskiptavina.

FERLI OG SPARNAÐUR

Heildarmynd og fullkomin vöruaðlögun við framleiðslu- og samsetningarferli gera AvanTech YOU að framúrskarandi kerfi þegar kemur að lægri kostnaði og skilvirkum verkferlum en leggur um leið grunninn að breiðu vöruúrvali.

HÖNNUN OG SKAPANDI SVEIGJANLEIKI

AvanTech YOU skúffan er ólík öðrum, því hliðarnar eru beinar og aðeins 10 mm að þykkt sem stuðlar að betri nýtingu og meira plássi í hverri skúffu. Markmiðið er að viðskiptavinir geti gert sínar hugmyndir að veruleika með þeim fjölmörgu valkostum sem AvanTech YOU hefur. Aðlögun í stíl og sveigjanleiki í hönnun, er varðar liti, form og efni. Hönnunarsnið gerir skúffurnar einstakar.

MIKIL AFKÖST OG ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI

Viðskiptavinir leita sérstaklega að innréttingum eða húsgögnum sem hægt er að hanna og aðlaga að sínum persónulegu þörfum. Fylgdu nýjum stefnum og aðlagaðu þig með AvanTech YOU.

Hvort heldur er til notkunar á baðherbergi, stofu eða eldhúsi. Fjölbreytileiki AvanTech YOU gerir þér kleift að hanna innréttingar eftir þínum persónulega smekk á mismunandi hátt.

Að lýsa persónulegum lífsstíl er mikilvægt fyrir marga, ekki einungis þegar kemur að húsgögnum heldur einnig innréttingum sem sýna þinn stíl. Hannaðu þinn stíl fyrir þitt umhverfi.