Fanntófell – Biesse plötusög
8. janúar, 2017
Aukið vöruúrval
25. janúar, 2017
Fanntófell – Biesse plötusög
8. janúar, 2017
Aukið vöruúrval
25. janúar, 2017
Sýna allt

Ný heimasíða – Lækkað verð!

Kæri viðskiptavinur,

Gleðilegt nýtt ár.

 

Nú hefst nýtt ár sem vonandi verður gott ár fyrir alla. Hjá okkur er margt um að vera og byrjum við nýja árið með því að koma með alveg nýja heimasíðu hegas.is í loftið sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að skoða.

Einnig þrátt fyrir vissan mótvind í byrjun árs, eins og hækkanir erlendis frá og hækkun þjónustugjalda skipafélaga, þá hafa þó gengismálin verið okkar hagstæð, og af þeim sökum höfum við því ákveðið að lækka flest okkar verð um 5-10%. Er það okkar von að það megi hjálpa ykkur í baráttunni við innfluttar vörur sem þið eruð að keppa við.

Við hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári.

 

Með bestu kveðjum,

Starfsfólk Hegas ehf.