Lamir og fylgihlutir

Hjá Hegas færðu lamir og fylgihluti í úrvali. Þá bjóðum við einnig upp lausnir tengt mjúklokun og þrýstiopnun.

Sensys lamir hafa verið á markaðnum síðan árið 2009 og samanstanda af mörgum útfærslum af lömum sem hlotið hafa hönnunarverðlaun. Lamirnar smella á mismunandi lamaklossa með dýptarstillingu og eru með innbyggðri mjúklokun og  sjálfvirkum lokunarkrafti þar sem sjálflokun verður við síðustu 35°. Sensys mjúklokun er innbyggð í arminum á löminni sjálfri og virkar fullkomlega við hitastig frá 5° – 40° og lömin dregur sjálf til sín hurðina. Lömin er það öflug, að færri lamir þarf á hverja hurð. Losunartakki er falinn sem kemur í veg fyrir fikt og líftími Sensys lama er yfir 80 þúsund opnanir. Lamirnar hafa verið prófaðar samkvæmt DIN LGA stöðlum.